Góðir að hífa og kasta. Léttari að toga. Opna trollið vel. Eru stöðugir og góðir í snúningum. Reisa sig strax upp eftir að losnar úr festu.
Lítil mótstaða
Mjög lítið toghorn skilar minni mótstöðu sem leiðir til minni eldsneytisnotkunar. Sem skilar minna álagi á vél og spil.
Sterkir og endingargóðir
Smíðaðir úr gæðastáli með rétta blöndu af sveigjanleika og miklum styrk.
Umhverfisvænir
Léttari að toga, sem skilar sér í minni eldsneytisnotkun. Ekkó er auðvelt að stilla með loftlásakerfi þannig að þeir svífa yfir botninum, sem lágmarkar snertingu við botn og skilur sjávarbotninn eftir ósnortinn. Ekkó toghlerar eru smíðaðir úr 100% endurvinnanlegu stáli.
Þriggja þrepa loftlásakerfi Ekkó
Viltu að hlerarnir svífi yfir botninum eða rétt snerti botninn? Sama tækni stjórnar fiskidýpt Ekkó flottrollshlera.
Stillanleg þyngd
Hægt er að opna op á neðri hluta hleranna til að þyngja hlerana tímabundið.
Orkusjóður – Orkusjóður. Styrkur til stuðnings verkefnum sem draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. HB Grandi / Brim hf. eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands. AVS sjóður til fiskirannsókna. Rannís, Rannsókna- og nýsköpunarsjóður, skattfríðindi, verkefni með HB Granda / Brim og alþjóðleg einkaleyfisumsókn. Þetta verkefni hefur hlotið styrk frá Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins samkvæmt styrksamningi nr. 781043.
Verkefnið hefur hlotið styrk frá AVS-rannsóknasjóði í sjávarútvegi.